Að ýmsu þarf að huga
Af hverju umhverfismerkt hús?
Það hefur verið draumur hjá okkur í mörg ár að byggja vistvænt hús á Íslandi. Þegar við fórum í nám til Gautaborgar árið 1995 þar sem Finnur ákvað að snúa við blaðinu og bæta umhverfisfræði við viðskiptafræðina. Á þeim tíma var umhverfisfræði ekki heitasta málefnið en þessi ákvörðun hefur hins vegar mótað okkar frá því.
Lóðin í Urriðaholti
Húsbyggjendur voru búin að ganga með hugmyndina að byggja vistvænt hús í mörg ár en hún var síðan endurvakin vorið 2015 þegar Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta hefur milligöngu um að hefja samtal milli Urriðaholts og húsbyggjenda um verkefnið.
Vottunarkerfið
Skilyrði fyrir verkefninu að húsið skyldi vera vottað af óháðum þriðja aðila. Það eru fjölmörg kerfi sem koma til greina og við skoðuðum flest þeirra út frá markmiðum verkefnisins og þá helst að húsið þarf að vera byggt á markaðslausnum sem á að vera hægt að gera “mainstream” á Íslandi.
Þórdís og Finnur
Finnur er viðskiptafræðingur frá HÍ sem venti sínu kvæði í kross og skellti sér árið 1995 til Gautaborgar til að læra umhverfisfræði. Gautaborg varð fyrir valinu þar sem Þórdís fór í sérnám á Östra sjúkrahúsinu (nú Sahlgrenska) í hjartalækninum. Þau bjuggu í 12 ár í Partille (margir kannast við Partille Cup í handbolta) áður en þau fluttu aftur til Íslands árið 2007. Þórdís er hjartalæknir á Landsspítalanum, með stofu hjá Læknasetrinu í Mjódd auk ýmissa annara starfa. Hún er formaður GoRed á Íslandi og í stjórn HL stöðvarinnar Finnur hefur lengst af starfað sem ráðgjafi á sviði umhverfismála og samfélagsábyrgðar. Hann vann við byggingu álversins á Reyðarfirði þegar það var í byggingu, var sérfræðingur hjá Landsbankanum í samfélagsábyrgð en helgar tíma sínum í húsbyggingu og ráðgjöf þessa dagana. Finnur er stjórnarformaður Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja og formaður skíðagöngufélagsins Ullur. Þórdís og Finnur eiga tvö börn. Svein sem er í rafmagnsverkfræði í Chalmers í Gautaborg og Arndísi Evu sem er í mastersnámi í sálfræði við HÍ.