July 11, 2016

Um okkur

Finnur er viðskiptafræðingur frá HÍ sem vendi sínu kvæði í kross og skellti sér árið 1995 til Gautaborgar til að læra umhverfisfræði.  Gautaborg varð fyrir valinu þar sem Þórdís fór í sérnám á Östra sjúkrahúsinu (nú Sahlgrenska) í hjartalækninum.  Þau bjuggu í 12 ár í Partille (margir kannast við Partille Cup í handbolta) áður en þau fluttu aftur til Íslands árið 2007.

Þórdís er hjartalæknir á Landsspítalanum, með stofu hjá Læknasetrinu í Mjódd auk ýmissa annara starfa.  Hún er formaður GoRed á Íslandi og í stjórn HL stöðvarinnar

Finnur hefur lengst af starfað sem ráðgjafi.  Hann vann við byggingu álversins á Reyðarfirði þegar það var í byggingu, var sérfræðingur hjá Landsbankanum í samfélagsábyrgð en helgar tíma sínum í húsbyggingu og ráðgjöf þessa dagana.  Finnur er stjórnarformaður Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja og formaður skíðagöngufélagsins Ullur.

Þórdís og Finnur eiga tvö börn.  Svein sem er í rafmagnsverkfræði í Chalmers í Gautaborg og Arndísi Evu sem er í mastersnámi í sálfræði við HÍ.