Af hverju umhverfismerkt hús?

Það hefur verið draumur hjá okkur í mörg ár að byggja vistvænt hús á Íslandi. Þegar við fórum í nám til Gautaborgar árið 1995 þar sem Finnur ákvað að snúa við blaðinu og bæta umhverfisfræði við viðskiptafræðina. Á þeim tíma var umhverfisfræði ekki heitasta málefnið en þessi ákvörðun hefur hins vegar mótað okkar frá því.

Finnur hefur meira og minna frá 1997 unnið ráðgjafi á sviði umhverfis- og samfélagsmála. Það má segja að við séum núna einfaldlega að fylgja þeim ráðum sem hann gefur öðrum. Hér má bæta við mörgum klisjum eins og “Börn gera ekki það sem þú segir heldur það sem þú gerir” og síðan eins og það heitir á útlenskunni “Walk-the-talk”. Við hjónin eru venjulegt fólk og skilaboðin sem við erum að senda eru einfaldlega að “ef við getum, þá getur þú líka.

Byggingariðnaðurinn og umhverfismál

Það skipti okkur einnig miklu máli að byggingariðnaðurinn er að fara á fullt aftur. Það er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og fjöldi fyrirtækja er í byggingarhugleiðingum. Stjórnsýslan er að tala um að fara á einn stað, það á að þétta byggð í Reykjavík og ný hverfi eins og Súðavogurinn og Laugarnesið eru í þróun.   Það hefur verið mikið rætt um vistvæn hús og smá skriður er kominn á BREEAM vottun skrifstofuhúsnæðis og gestastofa við þjóðgarða en það er mikilvægt að vistvæn hús verði að almennu normi. Vistbyggðaráð hefur verið starfandi í nokkur ár en þar er áherslan aðallega á upplýsingagjöf en ekki framkvæmdir. Það þarf að fara að framkvæma.

Við erum búinn að vera í hringiðu umhverfismála í rúm 20 ár. Því miður hefur tíminn farið of mikið í umræður og tal en aðgerðir hafa látið á sér standa. Nú er málið hins vegar komið á það stig að það er okkar kynslóð (ekki næstu kynslóðir) sem þarf að finna lausnina við umhverfismálunum.

Vandamálin sem við erum að fást við leysast ekki af sjálfu sér og aukast bara með aðgerðarleysi. Í innviðafjárfestingum (þar með talið húsum) er verið að læsa inni umhverfisvandamál áratugi fram í tímann. Hverfi sem er verið að byggja núna voru skipulögð fyrir 10-15 árum. Hverfis sem við erum að skipuleggja núna verða kominn í notkun eftir 10 ár. Það er því augljóst að ef við ætlum að ná markmiðum okkar eftir 20 ár þá þurfum við að huga að lausnunum núna. Í þessu samhengi er hollt að hafa í huga að metnaðarfullum markmiðum Parísarsamkomulagsins ætlum við að ná eftir 14 ár. Við verðum að taka afstöðu og ákvarðanir núna og það er enginn stikkfrí.

Hugarfar

Árangur byggist á hugarfari. Við höfum tekið ákvörðun um að við séum hluti af vandamálinu og þar af leiðandi hluti af lausninni. Við getum ekki bent á aðra. Við getum eingöngu haft áhrif á það sem er innan áhrifasviðs okkar. Ef allir hugsa á þennan máta verður breytingin hröð

Við höfum einnig ákveðið að sóun sé ekki ásættanleg. Íslendingar hafa tilhneigingu að við getum notað alla þá orku sem við viljum af því að hún er svo ódýr. En sóun er alltaf sóun og hún takmarkar möguleika okkar í framtíðinni. Þessi orka gæti verið verðmæt í framtíðinni en ef við erum búin að byggja hana inn í orkusóandi ferla þá erum við læst í óhagkvæmum innviðum.

Náttúruauðlindir og hreint umhverfi er helsta eign íslendinga. Við eigum að byggja okkar samfélagi í samræmi viði það og út frá þeirri hugsun hvernig við ætlum að viðhalda umhverfinu en ekki hvernig við ætlum að nota það. Við þurfum framtíðarsýn hvernig við ætlum að samrýma þetta.

Byggjum hús

Það er búin að vera töluverð fræðileg umræða um vistvæn hús en það hefur vantað einhvern sem tekur af skarið og byggir húsið.  Þetta er raunverulegt (ekki fræðilegt verkefni) þar sem við sem húsbyggjendur þurfum að taka afstöðu til álitamála sem hentar okkar lífsstíl, lausnum og fjárhag.

Húsið á að vera “mainstream”.  Það eiga ekki að vera neinar óraunhæfar lausnir heldur á hver sem er að geta byggt húsið.  Byggingarefni og tæknilausnir byggjast á þekktum markaðslausnum á Íslandi eða norðurlöndum.  Með þessu er verið að taka hæfilega stór skref til að byggingariðnaðurinn eigi að geta fylgt með.

Vottun

Það geta allir byggt “umhverfisvænt” hús út frá sínum forsendum.  Reynslan hefur kennt okkur að það eru margar gildrur á leiðinni.  Forsenda fyrir trúverðugleika og árangurs verkefnisins er að húsið verði vottað af viðurkenndum þriðja aðila.  Þess vegna stefnum við á að fá húsið vottað með norræna umhvefismerkinu Svaninum