Markmiðið með verkefninu er að auka umhverfisvitund í byggingariðnaðinum og tengdri starfssemi. Nýjungar í húsinu eiga að vera það miklar að þær skipta máli varðandi umhverfismál en ekki svo stórar að byggingariðnaðurinn treystir sér ekki til að taka þessi skref. Við munum þar af leiðandi nota þekkt byggingarefni á Íslandi eins og steypu, steinull og blöndu af álklæðningu og timbri. Við erum hins vegar að vinna með að minnka umhverfisáhrif þessara byggingarefna og fleiri efna eins og við getum.
Meðfylgjandi eru frumdrög að húsinu með hugmynd að því hvernig húsið mun líta út þega það er tilbúið. Við erum mikið útivistarfólk og við höfum unnið tölvuert með hugmyndina að hafa “óhreint rými” þar sem við tengjum saman bílskúr, þvottahús og sturtu. Hugmyndin er að við getum gengið hrein inn í húsið eftir að hafa verið að drullumalla á hjólum, skíðum, hlaupum eða öðru sem okkur dettur í hug. Við vildum einnig hafa stutt inn í eldhús til að sleppa að bera innkaupapokana of langt.
Inn í bílskúrinn verða tvær hurðir, bílskúrshurð og göngu-/hjólahurð og verður sú síðastnefnda líklega mest notuð.
Bogaveggurinn í gegnum húsið er hugsaður til að veita skjól fyrir ríkjandi vindátt bæði við anddyrið og á pallinum við eldhúsið/alrýmið.