Föstudaginn 3 nóvember síðastliðinn var Byko með kynningu á framtíðarsýn þeirra varðandi vistvænar byggingar. Sigurður B Pálsson forstjóri Byko fór í gegnum þeirra áherslur, ég (Finnur) fékk að fara í gegnum ferillinn að byggja umhverfisvottað, Helga J Bjarnadóttir frá Eflu fór í gegnum vistspor íslenkrar steinullar og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir kynnti okkur síðan leyndardóma Vistbyggðaráðs. Fyrirlestur Helgu Jóhönnu var um vistferillgreiningu íslenkrar steinullar. Vistferilgreiningar eru flóknar og oft á tíðum nokkuð fræðilegar og geta skipts upp í marga undirþætti. Helga lagði einungis áherslu á kolefnisspor íslenkrar steinullar og tókst að fara í gegnum efnið á einfaldan og skiljanlegan máta. Þess vegna bað ég hana um að taka saman helstu niðurstöður á mannamáli sem mætti birta hér á síðunni.
Ágrip af vistferilsgreiningu fyrir íslenska steinull.
Ég vil þakka Helgu Jóhönnu fyrir erindið og Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki fyrir samstarfið.