Má biðja um smá gagnrýni

Stundum blöskrar mér þekkingarleysi eða kannski frekar gagnrýnisleysi útvarpsmanna þegar að þeir eru kynna vörur frá framleiðendum á besta útvarpstíma (morgunútvarpinu).  Yfirleitt læt ég eiga mig að hripa niður nokkuð um það en í morgun var Hulda Geirs með viðtal við tvo menn sem voru að dásama nanóefni og sóttvarnareiginleika þeirra og þetta væri svo Read more about Má biðja um smá gagnrýni[…]

Kambstál og kolefnisspor

Í byggingargeiranum er núna mikið talað um „embodied carbon“ sem hefur verið þýtt sem „bundið kolefni“.     Þýðingin er ekki góð hér er í raun átt við kolefnisspor byggingarefnis.  Grænni Byggð þeirra í Bretlandi útskýrir þetta á eftirfarandi máta: Embodied carbon is the total greenhouse gas emissions generated to produce a build asset. Þau tvö vottunarkerfi Read more about Kambstál og kolefnisspor[…]

Perflúorefni (PFAs)

Svanurinn bannar notkun ýmissa efna í efna- og byggingarvörum.  Flest efnin eru bönnuð vegna umhverfis- og heilsuskaðlegra eiginleika þeirra. Perflúorkolefni eru eitt þessara efna en það eru efni sem innihalda hátt hlutfall flúors. Þessi efni eru mjög langlíf í umhverfinu og niðurbrotsefnin eru oft lítið skárri en upprunalegu efnin[1]. Þau bindast við prótein og safnast Read more about Perflúorefni (PFAs)[…]

Flokkun og endurvinnsla úrgangs

Svanurinn lagði mikla áherslu á flokkun úrgangs (aukaafurða) við byggingu hússins og nær eitt stigaviðmiðana yfir hlutfall flokkaðs úrgangs af heildarúrgangi.  Viðmiðið er í stórum dráttum eftirfarandi. Ef hlutfall byggingarúrgangs frá nýbyggingum er flokkaður til endurvinnslu eða endurnýtingar fást eftirfarandi stig: Yfir 50% úrgangs flokkaður fæst 1 stig Yfir 60% úrgangs flokkaður fást 2 stig Read more about Flokkun og endurvinnsla úrgangs[…]

Hormónatruflandi efni, börn og krabbamein

Í morgun hélt Svanurinn á Íslandi mjög áhugaverðan fyrirlestur um hormónatruflandi efni og áhrif á þeirra á fyrstu árum barna.  Þar var einnig farið í gegnum að lengi býr að fyrstu gerð og það rökstudd að efni sem við verðum fyrir í móðurkviði geta leitt til krabbameins seinna á lífsleiðinni.    Áherslan var mikið á hormónatruflandi Read more about Hormónatruflandi efni, börn og krabbamein[…]

Verktakar, birgjar og samningssamband við þá

Í kjölfar þáttarins í gær hef ég fengið nokkrar spurningar um hvort það hafi ekki fleiri komið að verkefninu heldur en þeir sem rætt var við í þættinum í gær.  Svarið er auðvitað jú þar sem það fer enginn í svona verkefni einn og sér.  Það er næstum ógerningur í dag að byggja sér hús Read more about Verktakar, birgjar og samningssamband við þá[…]

Draumahúsið – Í sátt við náttúruna

Sumardaginn fyrsta næstkomandi (25 apríl 2019) verður sýndur heimildarþáttur á RÚV (kl 20:15) um ferillinn að byggja húsið.  Í tilefni af því er ágætt að rifja upp af hverju við hjónin réðumst í að byggja fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi. Sagan byrjar í í upphafi aldarinnar eða í kringum árið 2003/4.  Þá bjuggum við hjónin Read more about Draumahúsið – Í sátt við náttúruna[…]

Rakastig og málning

Rakvarnir eru Svaninum ofarlega í huga og í einu af gæðaviðmiðunum segir að það þurfi að tryggja að rakastig sé rétt í byggingarefni áður en það er meðhöndlað frekar, svo sem málað eða gólfefni lögð á. Fyrsta spurningin sem vaknar er „hvert er rétt rakastig“ mismunandi byggingarefni.  Til að byrja með gerði ég mjög óvísindalega Read more about Rakastig og málning[…]

Loftþéttleikapróf

Ein af kröfum Svansins við vottun bygginga er að framkvæmd sé loftþéttleikamæling á húsunum. Markmiðið er að staðfesta að þéttleiki hússins sé í samræmi við hönnunarforsendur og að orkuútreikningar standist. Ég komst fljótlega að því í ferlinu að það er næstum óþekkt á Íslandi að loftþéttleikapróf séu framkvæmd.   Á Íslandi eru þessi próf fyrst og Read more about Loftþéttleikapróf[…]

Rafmagnsbarkar

Ein af þeim byggingarvörum sem hefur verið erfitt að fá samþykkt í Svansvottað hús eru rafmagnsbarkar, þ.e ídráttarbarkar fyrir rafmagnslagnir.  Svanurinn setur í raun tvennar kröfur á barkanna. Það er hægt að fá stig fyrir það ef barkarnir eru ekki úr PVC plasti. Þetta er ekki ófrávíkjanlegt skilyrði því að það er hægt að sækja Read more about Rafmagnsbarkar[…]