Þema sóun – skipulagður biðtími

Þann 2 september skrifaði ég fyrsta pistillinn í þemanu um sóun en birti hann bara á Facebook síðu verkefnisins.  Ég vil gjarnan halda þessum pistlum saman hér á heimasíðunni og er hann hér að neðan

Eitt af því sem mig langar að vekja athygli á með verkefniu er sóun því sóun í öllu formi er umhverfisvandamál.

Fólki hefur verið tíðrætt við mig að ég þurfi að hafa mikið loft í áætlunum varðandi iðnaðarmann og hve erfitt það sé að fá þá að mæta á réttum tíma. Það er vel hugsanlegt að ég eigi eftir að upplifa það. Það kemur mér hins vegar dálítið á óvart hvað það er mikil skipulögð sóun í ferlinu. Sem dæmi vil ég nefna að það er ekki hægt að panta tengingu á rafmagni í vinnuskúr fyrr en vinnuskúrinn er kominn á staðinn með rafmagnstöflu. Þá kemur rafmagnsveitan og tekur út töfluna (í mínu tilfelli Orkuveita Suðurnesja). Ef þau samþykkja tölfuna þá gefa þau sér 3-5 virka daga að koma og tengja hana. Á meðan er ekki hægt að gera neitt. Fyrsta verk er að reisa krana og hann er ekki hægt að reisa nema með tengdri töflu. Núna bíður semsagt vinnuskúrinn eftir því að OS komi og kíki á hann og ákveði hvenær þeir tengi.

Til að setja í smá samhengi þá er fjárfestingin á þessu stigi farin að nálgast 20 milljónir og þá er okkar vinna ekki innifalin. Skipulagður biðtími er allt að vika og tími er peningur (vaxtakostnaður við 20 milljónir í brúarlán í viku er 40 til 50 þúsund krónur). Ég get alveg séð fyrir mér röksemdir OS að þeir hafi allt of oft mætt án þess að allt sé tilbúið en ég kaupi þær ekki. Í þeim tilfellum finnst mér hins vegar að það eigi að rukka fyrir óþarfa heimsóknir en ekki banna þeim sem standa sig að panta tengingu. Nú stendur einmanna skúr og bíður eftir heimsókn

Ritað 2 september 2016

Einmanna skúr sem bíður eftir rafmagni

Einmanna skúr