July 13, 2016

Byggingarefni

Þessi síða var upphaflega sett upp til að gera grein fyrir því byggingarefni sem var notað í “Visthúsinu” að Brekkugötu 2 í Garðabæ með tilvitnun í þau skjöl sem eru nauðsynleg til að fá samþykki Svansins. Frá því að byggingu Brekkugötunar erum við farin að aðstoða fleiri fyrirtæki / aðila í að byggja vistvænna, óháð því hvort húsin eigi að verða vottuð eða ekki.  Við erum því farin að afla efnissamþykkta fyrir fleiri verkefni en Brekkugötuna og munum leggja þær efnissamþykktir á þessa síðu eftir því sem tími gefst til.  Allar efnissamþykktir gilda á meðan núverandi viðmið Svansins eru í gildi en það er fram til 31 mars 2021.

Það hefur aðeins borið á því að fólk haldi að allar byggingarvörur í Svansvottuðu húsi þurfi að vera Svansvottaðar og þar af leiðandi að ef vara er notuð í  húsið þá sé hún Svansvottuð.  Svanurinn fer alls ekki fram á að byggingarvörurnar séu Svansvottaðar.  Það hins vegar hjálpar.  Ef vörur eru Svansvottaðar (eða með EU blóminu) þá þarf ekki frekari staðfestingu og þær eru heimilaðar í húsið.

Ef byggingarvörurnar eru ekki Svansvottaðar þá þarf leyfi frá Svaninum að nota þær.  Svanurinn er með ákveðnar lágmarksviðmið fyrir þær vörur og fara viðmiðin aðeins eftir vöruflokkum.  Til þess að fá vöru samþykkta af Svaninum þarf að skila inn upplýsingablaði um viðkomandi vöru, öryggisblað þar sem það er viðeigandi og staðfestingu í formi staðlaðs viðauka um að varan uppfylli viðmið Svansins til að notast í Svansvottuðu húsi.

Viðaukarnir eru mismunandi eftir vöruflokkum og í sumum tilfellum getur þurft að fleiri en eina staðfestingu (viðauka) fyrir vöruflokk.  Helstu staðfestingar / viðaukar sem þarf eru

  • Viðauki 6  – fjallar um uppgufun á formaldehyde úr mismunandi viðarplötum
  • Viðauki 7 – fjallar um skaðleg efni í efnavörum (kemískum vörum)
  • Viðauki 9 – fjallar um skaðlega efni í byggingarvörum
  • Viðauki 10 – fjallar um nanó efni og bakteríueyðandi efni í ákveðnum byggingarefnum, innréttingum, eldhústækjum og gluggum
  • Viðauki 11 – fjallar um leyfileg efni í gluggum og hurðum
  • Viðauki 12  – fjallar um leyfilegt timbur

Í efnislistanum hér að neðan er gerð grein fyrir samþykki á þrennan máta.

  1. Í þeim tilfellum sem varan er umhverfismerkt þá er það tilgreint og með hvaða merki hún er vottuð.  Fyrsta val er að nota þessar vörur því þær eru hvorru tveggja betri fyrir umhverfið og það þarf ekki frekari samþykki til að nota þær í Svansvottað hús.  Auk þess er það hluti af stigamatskerfi Svansins að vera með umhverfisvottaðar vörur.
  2. Í sumum tilfellum hefur skrifstofa Svansins í Stokkhólmi samþykkt vörur sem gilda þá fyrir öll norðurlöndin.  Þessar vörur eru lagðar í gagnagrunn sem eingöngu þeir sem eru að byggja Svansvottuð hús hafa aðgang að.  Þessar vörur eru þó ekki Svansvottaðar. Í listanum hér að neðan eru þessar vörur einfaldlega auðkenndar með orðunum “gagnagrunnur”.
  3. Fyrir allar aðrar vörur þarf að sækja um samþykki frá skrifstofu Svanins á Íslandi. Í þeim tilfellum eru nauðsynleg gögn lögð á heimasíðuna ásamt samþykki Svansins.

Varðandi innkaup af efninu þá vorum við í samstarfi við nokkra aðila til að einfalda okkur verkferillinn.  Þessir voru helstir:

  • Byko vegna almenns byggingarefnis, álklæðning, gluggar, útihurðir,timbur, gifs, málning, flísar, parket o.s.frv.
  • Reykjafell vegna raflagnaefnis.
  • BM Vallá vegna steypu, hellna og múrvara.
  • GKS vegna innréttinga og innihurða
  • Ispan vegna glerhandriða og spegla

Í sumum tilfellum þurftum við einnig að leita til annarra aðila til að bjarga okkur. Stundum notuðum við vörurnar frá þeim en í sumum tilfellum fengum við vörurnar samþykktar en síðan voru þær ekki notaðar.  Þær eru samt samþykktar til notkunar í Svansvottuð hús.  Í þeim tilfellum sem vörurnar eru frá öðrum birgjum en tilgreindir eru hér að ofan er það tilgreint við viðkomandi vöru.

Akrýlkítti

Í húsið notaði ég Sikacryl HM frá Sika en það er samþykkt í  gagnagrunni Svansins

Auk þess fékk ég samþykki fyrir Acryrub frá Soudal.

Asfaltgrunnur

Tjörugrunnur undir þakpappa

Ádrag / einangrun á rör

Álklæðning

Álklæðning er samþykkt af Svaninum.  Yfirborðsmeðhöndlun þess, þ.e.a.s. litun, er hins vegar vandamál.

Baðplötur

Baðplöturnar eru notaðar í rakarými og voru notaðar hjá okkur til að byggja inn salerniskassann.

Boltalím

Borðplata

Borðplöturnar sem við notuðum eru Granít borðplötur frá S.Helagsyni.

Einangrun

 EPDM dúkur

EPDM dúkurinn var hugsaður til að vatnsþétta í kringum gluggana.  Við fengum hann samþykktan en notuðum samt ekki í húsið

Flísalím

Flísalím sem er notað til flísalagnar innanhúss

Flísalím á álleiðarakerfi utanhúss

  • Í gagnagrunni Svansins eru tvær tegundir af flísalími sem er núþegar samþykkt
    • SikaSil SG-20
    • SikaTack Panel

Flísar

Í húsinu verða flísar frá Land Porcelanico.  Við erum ekki alveg búin að velja hvaða flísar það verða en við erum komin með staðfestingu á að flísar frá þeim eru samþykktar

Flot

Flotið var notað í stiga á milli hæða en að öðru leiti var notuð þurrsteypa í húsið í stað flots

Þurrsteypa

Þurrsteypan kom frá Þurrsteypa ehf / Eksverk.  Það þarf ekki samþykki fyrir steypunni sjálfri heldur eingöngu fyrir íblöndunarefnum eins og fyrir steypu almennt.  Við fengum samþykki Svansins fyrir íblöndunarefninu þannig að þurrsteypan frá þeim er samþykkt í Svansvottuð hús svo lengi sem þau nota sama íblöndunarefni.

Frauð (Þéttifrauð)

Þegar við byggðu Brekkugötuna þá var eina þéttifrauðið sem var samþykkt af Svaninum Sika Boom Top / Top-G.  Nú hefur a.m.k ein tegund af frauði bæst í hópinn

  • Sika Boom Top /Top G
  • Soudafoam SMX

Til að forðast allan misskilning þá er Sika Boom S og G ekki samþykkt

Frárennslisrör

Það er ekki ófrávíkjanleg krafa að frárennslisrör séu úr öðru efni en PVC en það gefur hins vegar stig í stigahluta vottunarkerfisins.  Við leggjum því mikla áherslu á að húsið verði laust við PVC sé það mögulegt.  Öll frárennslisrör í húsinu eru því úr öðru efni en PVC

Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá eru PP rörin frá Ostendorf ekki samþykkt þar sem þau innihalda eldtefjandi efni sem innihalda bróm.

Fúga

Fúgukítti – silikon

Gipsplötur

Gler og gluggar

Við tökum alla glugga í gegnum Byko og þurftum staðfestingu frá framleiðanda að glerið innihaldi ekki nanó efni eða bakteríueyðandi efni

Gluggarnir eru að öðru leiti timburgluggar sem verða álklæddir (ekki álgluggar).  Í þeim má ekki vera timbur af bannlista Svansins.  BYKO útvegar gluggana og er timbrið FSC vottað.

Gluggaeinangrun

Þetta eru frauð”pylsur” úr PE sem eru notaðar til að þétta í kringum glugga og hurðir.  Þykktinn er á bilinu 6 mm til 50 mm

Gólfhitarör

Heimilistæki

Heimilistækin eru að megninu til Siemens og koma frá Smith og Norland.  Siemens (og Bosch) hafa verið mjög dugleg við að fá samþykki Svansins fyrir sínum vörum þannig að það tiltölulega auðvelt að velja rétt tæki frá þeim.  Tækin sem við völdum eru eftirfarandi:

Eina heimilistækið sem við ætlum að taka frá núverandi húsnæði er þurrkarinn.  Ástæðan er einfaldlega sú að það er ekki auðvelt að finna “condense” þurrkara í besta orkuflokki.  Að öðru leyti eru heimilistækin í besta orkuflokki sem völ er á.  Þar verður þó að hafa í huga að ísskápar geta verið í orkuflokki A+++ en þá verða þeir að vera frístandandi.  Við erum með innbyggðan ísskáp og er hann í orkuflokki A++.  Okkur hefur ekki tekist að finna innbygðan ísskáp í orkuflokki A+++ þó svo að við höfum leitað hjá framleiðendum um alla Evrópu.

Innréttingar

Eldhús-, bað- og þvottahúsinnréttingar koma frá Nobilia í Þýskalandi í gegnum GKS.  Allar innréttingarnar eru í raun eldhúsinnréttingar sem hafa verið aðlagaðar að baðherberginu og þvottahúsinu.  Þetta gerðum við því við vildum hafa þessar innréttingar umhverfisvottaðar.

Nánari upplýsingar um vottaðar vörur frá Nobilia er að finna á heimasvæði Nobilia á vefsíðu Bláa Engilsins

Ídráttarvír

Það var ein meginforsenda okkar við byggingu hússins að vera laus við PVC í öllu húsinu (með undantekningu á því sem að opinberir aðilar fyrirskrifa eða krefjast).  Ídráttarvírinn var ein af stóru áskorununum þar sem plastið utan um næstum allan vír hérlendis er PVC.  Okkur tókst að finna vír (barka og dósir) hjá Reykjafelli sem var halogen frír og fengum samþykki Svansins fyrir 4 tegundum

Jarðvegsdúkur

Krossviður í þak

Nokkur umræða var um hvort við vildum hafa krossvið í þakinu eða venjuleg borð.  Við enduðum í að hafa borð en fengum krossviðinn samt samþykktan.  Líklega verður samt örlítið notað af honum undir lekturnar fyrir álklæðninguna í þaki.

Límkítti

Loftræsting

Í stað þess að steypa stokka inn í veggi þá erum við að prófa rörakerfi fyrir loftræstinguna.  Þetta kerfi á að vera auðveldara að vinna með (en það á eftir að koma í ljós).  Í svona verkefnum er hins vegar nauðsynlegt að prófa nýjungar.

Loftræstirör

Loftræstisamstæða

Loftræstisamstæðan er Save VTC 300 frá Systemair og meginmarkmið okkar er að nýta varmaendurvinnslumöguleikann, þ.e að við erum að nýta um 80% af hitanum í útloftinu til að hita innloftið. Á þann máta náum við verulegum orkusparnaði í húsinu auk bættra loftgæða (sjá grein undir fyrirsögninni “Greinar”)

Loftunarrör

Loftunarrör í þak

Málning og sparsl

Það gildir almennt að það er tiltölulega auðvelt að fá innanhússmálningu sem er umhverfisvottuð með annað hvort Svaninum eða Evrópublóminu.  Það er hins vegar mun erfiðara að fá utanhússmálningu sem er umhverfisvottuð.   Í Brekkugötu var lögð mikil áhersla að öll málning væri umhverfisvottuð með einni undantekningu en það var grunnurinn en þar var notað Kópal Grunnal frá Málningu.

Kópal Grunnal – Athugið að það var Kópal Grunnal sem fékkst samþykkt (ekki Grunnal)

Umhverfisvottuð málning

  • Sandsparsl – Dalapro Joint – Vottað með Svaninum – Leyfisnúmer 30970004
  • Veggjamálning – Gjöco Interior – Vottað með Svaninum – Leyfisnúmer 20960006
  • Loftamálning – Jötunproff – Vottað með Svaninum – Leyfisnúmer 296002
  • Votrýmismálning – Lady Aqua – Vottað með Svaninum – Leyfisnúmer 296002
  • Panellakk – Jötun Panellack – Vottað með Svaninum – Leyfisnúmer 296002

Megnið af málningu og sparsli kom frá Byko en Lady Aqua, Jötunproff og Panellack var keypt í Húsasmiðjunni.

Milliveggjaplötur / Hleðslusteinn

Múrefni / múrblöndur

Kröfur Svansinsins á múrblöndur og steypu eru á íblöndunarefni önnur en cement og sand.  Það þýðir að í raun fæst samþykki fyrir íblöndunarefnum en ekki lokaafurð.  Það þjónar því litlum tilgangi að leggja út samþykki fyrir íblöndunarefnin þar sem að viðskiptavinurinn er ekki að kaupa þau heldur tilbúna vöru.  Þær múrvörur frá BM Vallá sem innihalda íblöndunarefni sem samþykki hefur fengist fyrir eru

  • Innimúr
  • Innimúr fljótur
  • Útímúr
  • Rappmúr
  • Boltagrautur
  • Múrblanda fín
  • Múrblanda millifín
  • Múrblanda gróf
  • Grátt steiningarlím

Múrgifs

Múrgrunnur

Notaður á steypu fyrir flísalögn

Parket

Við erum ekki alveg búin að ákveða hvaða parket við verðum með.  Við munum þó vera með parket frá Krono þar sem það er umhverfismerkt með Bláa Englinum.  Það er þýskt umhverfismerki, eitt það elsta og virtasta í heiminum+

Pípulagnir

Rakavarnarlag í votrými

Rakavarnarteip

Í Brekkugötunni var notað rakavarnarteip frá SIGA en þá var teipið fyrir utan viðmið Svansins.  Síðan þá hefur verið gerð breyting á viðmiðum þannig að teip þarf samþykki.  Ekki er komið samþykki frá SIGA en í tenglsum við önnur verkefni er búð að afla samþykki fyrir Dafa teipin

SIKA vöruúrval

Þó svo að hér sé aðallega verið að lista upp einstakar vörur þá verður einnig að benda á að SIKA hefur tekið saman bækling yfir þær vörur sem nú þegar eru samþykktar miðað við ýmis umhverfisvottunarskemu.  Það sem snertir okkur á Íslandi einna helst er Svanurinn.  Þennan bækling er að finna á eftirfarandi tengli.  Þær vörur sem eru með x við “Intyg gällande Svanen” eru samþykktar í Svansvottuð hús (og að gefnu tilefni þá er það ekki sama og þær séu Svansvottaðar).  Það þarf því ekki að fylla í neina viðauka fyrir þær, SIKA sýndi fyrirhyggjusemi og sá um það fyrir okkur og fékk samþykkt.

Sika-produkter i Basta, Sunda Hus, BVB, Svanen, Leed

Silikonkítti

  • Sikasil-C

Silikonsprey

Snjóbræðslurör

Við erum ekki með snjóbræðslukerfi í húsinu en fengum samt rörin samþykkt frá Svaninum

Steypa

Steypan í húsinu er fenginn frá BM Vallá og um hana var rætt í sérstakri grein hér á heimasíðunni.   Það var tvennt sem þurfti að hafa í huga við val á steypu.

  • Það var lágmarksskilyrði að öll íblöndunarefni í steypuna væru samþykkt af Svaninum og var það gert.
  • Steypan í Brekkugötuna var síðan með minna sementsgjalli en venjulega steypa og var það sérpöntun.

Ég legg ekki samþykki Svansins fyrir íblöndunarefnunum hér á heimasíðuna þar sem þau eru hluti vörunar en ekki varan sjálf.  Hér læt ég nægja að fullyrða að verktakar og þeir sem eru í byggingarhugleiðingum geta keypt steypu sem uppfyllir kröfurnar í Svansvottað hús hjá BM Vallá.

Sturtuklefi og sturtugler

Svalatengi

Sökkuldúkur

Sökkulmáti

Trélím

Á listanum frá Sika hér að ofan er að finna þrennskonar trélím sem hægt er að nota í Svansvottuðu húsi.  Þau eru öll samþykkt í gagnagrunni Svansins.

  • Sikabond -530
  • Sikabond -535
  • Sikabond -540

Við notuðum Sikabond -535

Útveggjaborði

Útveggjaborði á milli innveggja og þurrsteypu / flots

Vatnsþéttiborði

Vatnsþéttiborði sem þennst út í snertingu við raka

Þakdúkur

Vatnsþéttur rakavarnardúkur lagður ofan á borðin á hallandi þaki

Þakpappi

Þéttipulsur

Þetta eru þéttipulsur frá Ottocord sem voru notaðar til að þétta í kringum glugga (6 til 50 mm)

Þolplastkítti